Alþingi þingfundur

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alþingi þingfundur

Kaupa Í körfu

SÚ sérstaka staða ríkir nú á Alþingi að ekki hefur verið kosið til allra þeirra fastanefnda þingsins sem þingsköp gera ráð fyrir að starfi. Engir þingmenn sitja í efnahags- og viðskiptanefnd, landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd og starfa þessar nefndir ekki. Ástæðan er sú að stjórnarmeirihlutinn hyggst breyta nefndarskipan þingsins til samræmis við þær breytingar sem stefnt er að því að gera á skipulagi stjórnarráðsins. Hafa þingflokksformenn stjórnarflokkanna lagt fram frumvarp sem felur í sér breytingu á fastanefndunum. MYNDATEXTI: Nefndir - Ekki hefur verið kosið í efnahags- og viðskiptanefnd, landbúnaðarnefnd og sjávarútvegsnefnd.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar