Kaldbakur EA 1

Þorgeir Baldursson

Kaldbakur EA 1

Kaupa Í körfu

ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðið, leggur til verulegan niðurskurð á þorskveiði viðAtlantshafið norðaustavert og í Norðursjó. Ráðið leggur til að veiðar á þorski í Norðursjó, í austanverðu Eystrasalti, við Færeyjar, Grænland og á grunnslóðarþorski við Noreg verði bannaðar, að kvótinn í Barentshafi verði minnkaður um 15.000 tonn og þorskkvótinn við Ísland um 41.000 tonn. Athygli vekur að ráðið leggur til 22.000 tonnum minni niðurskurð hér við land en Hafrannsóknastofnunin leggur til. MYNDATEXTI: Fiskveiðar - Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur til á næsta ári mjög mikinn niðurskurð í þorskveiðum við norðaustanvert Atlantshafið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar