Í Hallargarðinum

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Í Hallargarðinum

Kaupa Í körfu

Í HALLARGARÐINUM var í gær verið að skipta út þreyttum og hoknum túlípönum fyrir ný og hress sumarblóm. Aðeins í fínustu blómabeðum og skrúðgörðum borgarinnar er blómum plantað tvívegis á sumri. "Það er hágarðyrkja að gera þetta," sagði Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur. Alls verður á annað hundrað þúsund sumarblómum plantað í borginni í sumar og er stefnt að því að ljúka því verki fyrir 17. júní.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar