Blöndunartæki - Hátún 10

Sverrir Vilhelmsson

Blöndunartæki - Hátún 10

Kaupa Í körfu

Á UNDANFÖRNUM sjö árum hefur verið unnið að því að setja hitastýrð blöndunartæki í íbúðir Brynju - hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands. Þrátt fyrir það eru enn 30% íbúða án fullnægjandi blöndunartækja. Þetta eru u.þ.b. 90 íbúðir. Framkvæmdastjóri Brynju lofar úrbótum. Í Morgunblaðinu í gær var fjallað um mál sextugs öryrkja, Ómars Önfjörð Kjartanssonar, sem búið hefur í íbúð í Hátúni 10B í 17 ár. Fyrir skömmu brenndist hann lífshættulega af völdum heits neysluvatns er hann fór í sturtu í íbúð sinni. Ómar liggur enn þungt haldinn á brunadeild Landspítala hann hlaut djúp annars og þriðja stigs brunasár á um 20% líkamans. MYNDATEXTI: Sturtan - Blöndunartæki í íbúð Ómars eru ófullnægjandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar