Borgarstjórinn heimsækir Múlalund

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Borgarstjórinn heimsækir Múlalund

Kaupa Í körfu

ÞAÐ var afslöppuð stemning í Múlalundi, vinnustofu SÍBS í Hátúni, þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri skoðaði vinnustaðinn í gær. Þó starfsemin væri í fullum gangi, prent- og límingavélar snerust og pressuðu möppur, umslög og plasthorn var enga streitu að sjá á starfsfólki. Sigurður Snorri Kristjánsson hefur starfað í Múlalundi í um 8 ár. Hann hefur umsjón með prentvélunum sem notaðar eru til að merkja og fegra möppur á ýmsan hátt. MYNDATEXTI: Þessi er falleg! - Kristinn Jónsson sýndi borgarstjóra vörur og myndir sem framleiddar eru í Múlalundi. Kristinn segir gott að vinna í Múlalundi, en þar væri hægt að gera meira. Með þeim á myndinni er Helgi Kristófersson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar