Getnaðarvarnarpillur

Getnaðarvarnarpillur

Kaupa Í körfu

ÓTÍMABÆRT er að hvetja konur til að hætta á getnaðarvarnarpillunni Yasmin þrátt fyrir tíðindi undanfarinna daga að mati Huldu Harðardóttur, sérfræðings í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Hún segir hætt við að það grípi um sig hræðsla, enda taki þúsundir kvenna þessa pillu, en ekki sé rétt að hræða þær til að hætta samstundis notkun hennar. "Þetta kemur alltaf upp annað slagið þegar ungt fólk áttar sig á því að það er að taka lyf sem getur haft þessar aukaverkanir. Þegar blákaldur veruleikinn bankar upp á með dæmi um konu frá Íslandi sem hefur fengið blóðtappa þá náttúrlega bregður fólki og það eru svo sem skiljanleg viðbrögð að ákveða að hætta." MYNDATEXTI: Pillufjöld - Konur þurfa gjarnan að fikra sig áfram í leit að þeirri pillu sem hentar þeim best, enda hafa þær mismunandi aukaverkanir. Fjölmargar gerðir samsettra hormónagetnaðarvarna eru á markaðnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar