Brynjar Kjærnested

Sverrir Vilhelmsson

Brynjar Kjærnested

Kaupa Í körfu

"Mér var sagt upp í unglingavinnunni og stofnaði þá fyrirtækið Garðlist 12 ára," segir Brynjar Kjærnested sem enn rekur þetta fyrirtæki þar sem 70 manns starfa nú. Það var árið 1989 sem 12 ára drengur ákvað að stofna fyrirtæki og sérhæfa sig í garðavinnu "Það var þannig að mér var sagt upp í unglingavinnunni og var eiginlega atvinnulaus 12 ára, þá ákvað ég að stofna eigið fyrirtæki og keppa við unglingavinnuna," segir Brynjar Kjærnested sem enn rekur þetta fyrirtæki sem heitir Garðlist og er með blómlega starfsemi. "Ég fór niður í Þór og keypti mér sláttuvél og orf. Pabbi skutlaði mér niður eftir. Svo fór ég að ganga um hverfið og bjóða garðslátt og fékk mjög góðar viðtökur." MYNDATEXTI Framtakssamur Brynjar Kjærnested stofnaði fyrirtækið Garðlist þegar honum var sagt upp í unglingavinnunni 12 ára gömlum. Fyrirtækið starfa enn og hefur nú 70 manns í vinnu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar