Heimilisiðnaðarsafnið vekur athygli

Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

Heimilisiðnaðarsafnið vekur athygli

Kaupa Í körfu

Blönduós | Það var mikið um að vera í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi á mánudaginn – ull var aðskilin í tog og þel (tekið ofan af), kembd og spunninn á halasnældu og rokk og síðan var ofið og prjónað úr þræðinum sem varð til. Ástæðan var sú að Dinora Justice, sem er þáttagerðarmaður fyrir sjónvarpsstöð í Boston í Bandaríkjunum, var að vinna að heimildarmynd um tískuhönnun á Íslandi sem er hluti af þáttaröð um tískuhönnun í nokkrum löndum. MYNDATEXTI: Tóvinna - Þáttagerðarfólkið myndaði það hvernig Valgerður Guðmundsdóttir og Jóhanna Pálmadóttir gera ullina að dýrindis tískuflík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar