Ellefu einkaþotur á Reykjavíkurvelli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ellefu einkaþotur á Reykjavíkurvelli

Kaupa Í körfu

ÞEIR sem litu yfir flughlaðið við Hótel Loftleiðir í gær hafa sjálfsagt sumir hugsað með sér að nú hlyti eitthvað stórt að standa til í fjármálaheiminum því á tímabili stóðu a.m.k. 11 einkaþotur á hlaðinu í einu. Það er þó alls ekki víst að svo hafi verið, a.m.k. sögðu starfsmenn Flugþjónustunnar ehf. að það væri algjör tilviljun að svo margar þotur hefðu verið á vellinum á sama tíma og þetta væri í raun ekki svo óalgengt. Viðbúið væri að umferð slíkra flugvéla myndi aukast en flugvöllurinn væri vinsæll viðkomustaður á leiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar