Apple iPod lófatölva

Árni Torfason

Apple iPod lófatölva

Kaupa Í körfu

TOLLAYFIRVÖLD hér á landi líta á lófatölvuna iPod frá Apple sem upptökutæki og er hún þess vegna sett í annan tollflokk en aðrar lófatölvur. Þetta skekkir samkeppnisstöðu Apple gagnvart öðrum lófatölvuframleiðendum að sögn Ólafs W. Hand, framkvæmdastjóra Apple IMC á Íslandi. Hann segir að vegna þessa kosti iPod tvöfalt meira út úr búð í Reykjavík en í fríhafnarversluninni og erlendis. Lófatölvan iPod ber 7,5% toll, 25% vörugjald og 4% höfundarréttargjald, sem innheimt er af tækjum til stafrænnar upptöku. Ólafur segir að lófatölvur annarra framleiðenda beri ekki þessi gjöld. "iPod er sambærileg við þær lófatölvur sem flestir aðrir tölvuframleiðendur eru með í vörulínu sinni," segir Ólafur. "Eini munurinn er sá, að Apple hefur kosið að leggja áherslu á þann möguleika sem iPod býður upp á vegna mikils geymslupláss á harða diskinum að geyma og spila tónlist."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar