Rúnar Þórisson

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rúnar Þórisson

Kaupa Í körfu

TÓNLISTARMAÐUR sem vill ná langt í jaðartónlistarheiminum verður að hafa marga þætti með sér, tónlistin dugir ekki ein og sér. Menn verða að hafa ákveðin félagsleg og markaðsleg skilyrði til að ná virðingu og vinsældum." Rúnar Þórisson þekkja margir sem gítarleikarann í Grafík, en sú hljómsveit átti mörg vinsælustu lög níunda áratugarins. Nú hefur Rúnar snúið sér að klassískri tónlist, kennslu og fræðimennsku, en hann er að ljúka meistaraprófi í menningar- og menntastjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Rúnar ákvað að nýta sér reynsluna úr tónlistarbransanum þegar kom að því að velja lokaverkefni, en MA-ritgerðin hans ber nafnið Jaðarinn að meika það! MYNDATEXTI Meistari Rúnar Þórisson nýtti sér reynsluna af tónlistarheiminum í MA-ritgerðinni sinni um jaðartónlist á Íslandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar