Háskólinn á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Háskólinn á Akureyri

Kaupa Í körfu

ALLS voru 372 kandídatar brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri í Íþróttahöllinni í gærmorgun, fleiri en nokkru sinni fyrr. Skólinn verður 20 ára í haust. Þorsteinn Gunnarsson rektor sagðist í brautskráningarræðu sinni talsmaður þess sjónarmiðs að öflugir opinberir háskólar séu starfræktir á Íslandi. "Ástæður þessa liggja annars vegar í kröfunni um jafnrétti til náms og hins vegar í því ríka samfélagshlutverki sem háskólar gegna." MYNDATEXTI: Mikill meirihluti - Hluti kandídata á háskólahátíð á Akureyri. "Það er tímanna tákn að konur eru hér í miklum meirihluta. Alls teljið þið 299 konur og 73 karla," sagði Þorsteinn rektor.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar