Grímsey 2007

Einar Falur Ingólfsson

Grímsey 2007

Kaupa Í körfu

Einskær veðurblíða lék við menn og málleysingja í Grímsey um helgina. Hópur ferðalanga naut stillunnar og útsýnis sem var eins og best verður á kosið. Fuglabjörgin voru skoðuð og fuglar myndaðir; lundar og haftyrðlar stilltu sér fagmannlega upp. Eftir að hafa þegið vöfflur í Gallerí Sól var farið á sjóinn og siglt kringum eyna. Óli H. Ólason, sjómaðurinn góðkunni sem orðinn er 76 ára gamall, hafði á orði að hann myndi ekki eftir jafngóðu veðri á Grímseyjarsundi. MYNDATEXTI: Áhugasamur - Þýskur áhugaljósmyndari, Frank Brodrecht, ljósmyndar fuglalífið nyrst í Grímsey og hlýðir á raddmikinn kór bjargfuglanna. Hann hafði ekki komist jafnnálægt lundum fyrr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar