Hjartavernd

Sverrir Vilhelmsson

Hjartavernd

Kaupa Í körfu

Hjartavernd skrifaði nýlega undir samstarfssamning við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vegna átjánda kvennahlaups ÍSÍ sem fram fer á eitt hundrað stöðum hérlendis sem erlendis laugardaginn 16. júní. Yfirskrift hlaupsins í ár er "Hreyfing er hjartans mál", en markmið samstarfsins er að vekja athygli á starfi Hjartaverndar og beina kastljósinu að konum og kransæðasjúkdómum, einkennum og áhættu, enda eru hjarta- og æðasjúkdómar ekki síður vandamál kvenna en karla. MYNDATEXTI: Tíðnin - Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna og valda fleiri dauðsföllum en allar tegundir krabbameins samanlagt. Áhættumat Hjartaverndar er forvörn gegn þessum vágesti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar