Gríman - Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson

Gríman - Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson

Kaupa Í körfu

FYRIR framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar á Íslandi hlutu leikararnir Herdís Þorvaldsdóttir og Róbert Arnfinnsson heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands sem voru afhent á Grímunni, Íslensku leiklistarverðlaununum 2007, í gærkvöldi. Það var forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem afhenti þeim verðlaunin undir dynjandi lófataki hátíðargesta í Íslensku óperunni. Herdís minntist þess að þau Róbert hefðu oft leikið hjón en tilhugalífið hefði líklega byrjað í Iðnó árið 1945 þegar þau léku elskendur í leikritinu Manni og konu og síðan þá hefði gagnkvæm virðing og vinátta haldist þeirra á milli. | 20

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar