Þórir Óskarsson

Þórir Óskarsson

Kaupa Í körfu

Lesarinn Í vor lét ég loksins verða af því sem lengi hefur verið á dagskrá, að lesa í einni striklotu höfuðverk Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann: þríleikinn Gangvirkið (1955), Seið og hélog (1977) og Dreka og smáfugla (1983). Verkið reyndi að sönnu á þolrifin, enda í senn viðamikið og á köflum tíðindalítið á yfirborðinu. Frásagnarlist höfundar og sá áhugaverði heimur sem hann leiðir lesandann inn í, árin um og eftir seinni heimstyrjöldina, ollu því hins vegar að erfitt var að slíta sig frá textanum þegar fyrstu málsgreinunum sleppti. Eftir því sem á verkið leið kom líka æ betur í ljós að þessi aldarspegill er fjarri því farinn að rykfalla heldur skírskotar jafnt til vanda samtímans sem þeirrar kynslóðar sem óx úr grasi á fyrstu áratugum síðustu aldar, m.a. spurningarinnar um að þekkja uppruna sinn og vera sjálfum sér trúr. Lestur gæðabókmennta af þessu tagi er okkur þörf áminning um að láta ekki árviss bókaflóð fleyta út í hafsauga ýmsum höfuðskáldum íslenskrar bókmenntasögu. Þórir Óskarsson bókmenntafræðingur

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar