Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

Kaupa Í körfu

ÞUNGLYNDI og kvíði sækir á aldraða sem bíða eftir hvíldarinnlögn á Landakotsspítala. Nánustu ættingjar eru sumir hverjir orðnir örmagna og finnst þeir vera fangar á eigin heimili. Engin endurhæfing eða þjálfun stendur til boða meðan á innlögn stendur. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun sem tveir nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir og Díana Dröfn Heiðarsdóttir, gerðu í vor. Fólkið í þessum hópi er flest með heilabilunarsjúkdóma á borð við Alzheimer og Parkinson og þarf að jafnaði að taka tíu til tólf tegundir af lyfjum daglega. MYNDATEXTI: Biðlistar - Steinunn Arna Þorsteinsdóttir kannaði hagi aldraðra sem bíða eftir hvíldarinnlögn á Landakoti ásamt Díönu Dröfn Heiðarsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar