Bókasafn Árbæjar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Bókasafn Árbæjar

Kaupa Í körfu

Síðastliðin ár hefur Borgarbókasafn boðið börnum á aldrinum 8-12 ára upp á ritsmiðjunámskeið. Ritsmiðjan fer fram í öllum útibúum Borgarbókasafnsins og er fenginn rithöfundur og oft listamaður sem leiðbeina krökkunum við skrif og myndskreytingu. Á þessum námskeiðum er lögð áhersla á óhefta hugsun og skapandi skrif. Barnablaðið leit við á uppskeruhátíð Ársafns, sem er bókasafnið í Árbæ, og fylgdumst við með nokkrum krökkum lesa upp sögur sínar fyrir fjölskyldur og vini. Þau voru örlítið feimin en fylltust stolti þegar lófatakið dundi í lok upplesturins. Rithöfundurinn Aðalsteinn Á. Sigurðsson og myndlistarkonan Kristín Arngrímsdóttir hafa leiðbeint börnunum síðastliðna viku. Börnin fengu nýtt verkefni á hverjum degi. Þau áttu til dæmis að skrifa draugasögu, segja frá því sem þau sáu í gegnum skráargat, skrifa flöskuskeyti og önnur álíka fjölbreytt viðfangsefni. Söguna myndskreyta þau svo sjálf og útbúa bók í lok námskeiðsins. Þó þessum námskeiðum sé nú lokið á bókasöfnunum er stöðugt verið að huga að barnastarfinu. Í sumar stendur yfir lestrarhvetjandi verkefni sem er kallað sumarlestur. Við hvert útlán fá börn býflugu, merkja hana og setja upp á vegg. Í haust verður svo haldin hátíð af þessu tilefni. Sara Halldórsdóttir, barnabókavörður í Ársafni, hvetur því alla krakka landsins til að líta inn á bókasafnið til að fá lánaða að minnsta kosti eina bók svo býfluguverkefnið verði sem stærst og mest. MYNDATEXTI Rithöfundar Hópurinn saman kominn á uppskeruhátíð í Ársafni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar