Sindri - Seabear

Sindri - Seabear

Kaupa Í körfu

SEABEAR, einnig þekktur sem Sindri Már Sigfússon, er tónlistarmaður sem frekar lítið hefur farið fyrir. Hann kom fram á sínum fyrstu tónleikum á fimmtudaginn síðastliðinn ásamt Jakobínurínu og Kimono í Þjóðleikhúskjallaranum. Þrátt fyrir að hann hafi sjaldan komið fram er tónlistarferill hans þó kominn vel á leið og góður rómur tónlistarinnar hefur verið að berast manna á milli í einhvern tíma eða frá því að hann gaf út sína fyrstu EP-plötu í október 2004. Í kjölfar þeirrar plötu var Seabear fenginn til að vera með í sjötommu-seríu sem þýska útgáfufyrirtækið Tomlab stendur fyrir. Og núna á sunnudaginn mun hann koma fram á tónleikum á vegum Tomlab í Berlín í stærðarinnar leikhúsi þar sem hann mun hita upp fyrir New York-dúettinn the Books í leikhúsinu Volksbühne. Tveir tónleikar munu svo fylgja í kjölfarið þar í borg.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar