Barnaspítali Hringsins 50 ára afmæli

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnaspítali Hringsins 50 ára afmæli

Kaupa Í körfu

SAFNAST þegar saman kemur. Kvenfélagið Hringurinn gaf 50 milljónir króna til Barnaspítala Hringsins á 50 ára afmæli hans í gær. Ragna Eysteinsdóttir, formaður Hringsins, segir milljónanna 50 hafa verið aflað með hefðbundnum aðferðum Hringskvenna: Basar, jólakortasölu, söfnunarbaukum og gjöfum frá almenningi. Hringurinn eyrnamerkir féð ekki til ákveðinna verkefna, að sögn Rögnu. "Fagfólkið veit best hvar þörfin er mest," segir hún. MYNDATEXTI: Sápukúlugleði - Hátt í 1.000 manns mættu í afmælið á nokkrum klukkustundum. Það hljómar ekki ólíklega ef tekið er mið af því að 1.000 pylsur ruku út og fimm stærðarmarsipankökur hurfu eins og dögg fyrir sólu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar