Eva Þengilsdóttir

Ragnar Axelsson

Eva Þengilsdóttir

Kaupa Í körfu

ÁHUGI er fyrir því meðal forsvarsmanna félagasamtaka að stofnuð verði sameiginleg hagsmunasamtök þeirra. Eva Þengilsdóttir kannaði þetta í lokaverkefni sínu til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu. Frjáls félagasamtök eru stundum kölluð "þriðji geirinn" á móti hinu opinbera og einkageiranum. Félögin sem þarna um ræðir spanna öll svið þjóðlífsins, frá íþróttafélögum til umhverfisverndarsamtaka. Samtök þeirra myndu gegna svipuðu hlutverki og Samtök atvinnulífsins gera í einkageiranum, gæta hagsmuna þeirra gagnvart stjórnvöldum og vinna að sameiginlegum málum. MYNDATEXTI: Félagsstarf - Eva Þengilsdóttir hefur komist að því að frjáls félagasamtök hafa hag af því að stofna með sér heildarsamtök.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar