Bílnúmeraplötur

Bílnúmeraplötur

Kaupa Í körfu

Um miðja þessa viku koma breytingar á bílnúmerakerfinu til framkvæmda. Í núverandi kerfi er hægt að búa til um 575 þúsund númer sem eru nú að klárast enda er þrjátíu þúsund bílnúmerum úthlutað á ári hverju. Breytingin á kerfinu felst í því að nú verða sum númer með bókstöfum í þriðja dálk númersins. Þannig geta þau sem eignast nýja bíla í næstu viku fengið númer á borð við AB C12, en hingað til hafa númerin verið samsett af tveimur bókstöfum og þremur tölustöfum. Með þessu móti má búa til alls rúmlega tvær milljónir númera og er vonast til þess að það dugi Íslendingum næstu fimmtíu árin. MYNDATEXTI: Breyting - Gömlu númerin eru að klárast og eiga ný að duga í 50 ár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar