Unglingavinnan

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Unglingavinnan

Kaupa Í körfu

Ég er bara að vinna og það er gaman og skemmtilegt. Núna erum við að láta sand í holurnar hérna á vellinum. Við tínum líka rusl, sópum gangana og tökum til í klefunum," sagði Jón Þorri Jónsson í samtali við Daglegt líf, sem kíkti við á Valsvellinum einn blíðviðrisdaginn í vikunni. Jón Þorri var þá ásamt þeim Ísak Óla Sævarssyni og Helga Guðjónssyni að sanda gamla Valsvöllinn svo Valsstrákarnir gætu æft fótbolta án þess að detta niður um holurnar. Þremenningarnir eru í Vinnuskóla fyrir ungt fólk með þroskahömlun sem er nú í fyrsta skipti starfræktur á vegum Hins hússins. MYNDATEXTI: Holufylling - Það er eins gott að hafa réttu græjurnar í verkunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar