Hrönn Árnadóttir og hundar hennar

Hrönn Árnadóttir og hundar hennar

Kaupa Í körfu

Þegar yngri sonurinn Hafþór Breki, sem nú er orðinn fimmtán ára, var í leikskóla héldu fóstrurnar hans að við ættum fullt af hundum því Hafþór var duglegur við að búa til sögur og teikna myndir af öllum ímynduðu hundunum á heimilinu. Hann talaði mjög frjálslega um "hundana" sína eins og þeir væru hluti af hans daglegu tilveru og heimilislífi. Hundahaldið var því búið að vera draumur hans lengi þegar við ákváðum að taka íslenskan sveitablending inn á heimilið sem var yndislegur og frábær í alla staði. Við áttum Brúnó í fjögur ár, en þá veiktist hann og dó og á eftir fylgdi ægileg sorg í fjölskyldunni," segir Hrönn Arnarsdóttir, framhaldsskólakennari og húsmóðir í Garðabæ, um upphaf hundaáhuga fjölskyldunnar. MYNDATEXTI: Frændurnir - Tolli er ívið stærri og stæðilegri en fyrirburinn Seigur, sem vart var hugað líf, en leikur nú á alls oddi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar