Fundur í Þjórsárveri

Sigurður Jónsson

Fundur í Þjórsárveri

Kaupa Í körfu

MIKILL urgur var í íbúum Flóahrepps á íbúafundi í gærkvöldi vegna tillagna Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir við fyrirhugaðri Urriðafossvirkjun. Fundurinn var haldinn til að kynna íbúum tvær tillögur að aðalskipulagi hreppsins, annarri án virkjunar en hin með. Önnur sveitarfélög á svæðinu sem þurfa að gera ráð fyrir virkjuninni á aðalskipulagi hafa þegar gert það. Hreppsnefnd Flóahrepps hafði áður samþykkt að mæla ekki með því að setja Urriðafossvirkjun á aðalskipulag vegna þess að ekki væri nægilegur ávinningur af virkjuninni fyrir sveitarfélagið og óljóst væri hvernig skaðinn af virkjuninni yrði bættur. MYNDATEXTI: Flóamenn - Fundurinn í Þjórsárveri var fjölmennur. Margir fundarmenn gagnrýndu tilboð Landsvirkjunar sem kynnt var á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar