Ofbeldi

Sverrir Vilhelmsson

Ofbeldi

Kaupa Í körfu

Nýlega hafa fallið tveir dómar í máli manns sem sakaður var um nauðganir og líkamsárásir á hendur þremur konum. Ein þeirra kvenna sem maðurinn beitti ofbeldi sagði Elvu Björk Sverrisdóttur sögu sína. Hann greip í hárið á mér, ýtti mér niður í rúmið og þrýsti kodda yfir andlit mitt. Mér fannst ég vera að kafna og ég fann blóðbragð í munninum. Svo nauðgaði hann mér," segir unga konan sem blaðamaður ræddi við, en maðurinn beitti hana margsinnis grófu ofbeldi, bæði meðan þau áttu í sambandi og eftir að sambandi þeirra lauk. Konan vill öryggis síns vegna ekki koma fram undir nafni. Hún fluttist hingað til lands árið 2004 í því skyni að stunda hér atvinnu. MYNDATEXTI: Ofbeldi - ,, Hann hótaði mér stöðugt með því að ég yrði rekin úr landi,´´ segir konan sem ítrekað mátti þola gróft líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hún var barin og henni var nauðgað. í eitt skipti var henni haldið fanginni í 4 daga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar