Innlit

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Innlit

Kaupa Í körfu

Fá eru skipin sem lagst hafa við steinbryggjuna á Seltjarnarnesinu síðustu áratugi þótt Thor Jensen hafi gert ráð fyrir töluverðum umsvifum þegar hann lét hlaða hana. Aldrei fór það heldur svo að Jóhannes Kjarval listmálari kæmi þar að landi á Gullmávinum og ekki bjó hann heldur í Kjarvalshúsinu sem reist var honum til heiðurs. Engu að síður hefur sést þarna til bátaferða. "Við höfum lagt upp frá fjörunni í skjóli bryggjunnar á kajökunum okkar," segir Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona sem býr í Kjarvalshúsi með eiginmanni sínum, Högna Óskarssyni. Fjölskyldan keypti húsið árið 1991 og kajaka fyrir nokkrum árum og nýtur þess að róa út á Skerjafjörðinn þegar vel viðrar, en fjörðurinn, útsýnið og sambýlið við hafið er engu líkt að sögn Ingunnar. MYNDATEXTI Nöfnur í kross Ingunn Anna og Kristjana Ósk með ömmu sinni Ingunni Ósk á vinnustofu listakonunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar