Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss

Geðdeild Landspítala háskólasjúkrahúss

Kaupa Í körfu

HALLDÓRA Ólafsdóttir, yfirlæknir á bráðamóttöku á göngudeild og starfandi sviðsstjóri lækninga á geðsviði Landspítala - háskólasjúkrahúss, og Eydís Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar á geðsviði, segja að mjög mikill vilji sé innan sviðsins að leggja áherslu á samfélagsgeðlækningar hérlendis en spurningin sé um fjármagn og mannafla. Páll Matthíasson geðlæknir segir í viðtali við Morgunblaðið um helgina að aðkallandi sé að leggja áherslu á samfélagsgeðlækningar hér á landi, en samfélagsgeðlækningar ganga út á það að sérfræðingar fari í auknum mæli út til fólksins frekar en að starfa inni á heilbrigðisstofnunum. MYNDATEXTI: Samfélagsgeðlækningar - Lagt er til að geðlækningar fari frekar fram utan stofnana eins og geðdeildar LSH en samt á hennar vegum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar