Barnaheill

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Barnaheill

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐLEGT neyðarteymi samtakanna Barnaheill – Save the Children kom saman í húsnæði Barnaheilla í Reykjavík á miðvikudaginn en teymið fundaði áfram í gær og lýkur svo störfum í dag, föstudag. Ákveðið var að funda hér á landi þar sem Ísland er nokkurn veginn miðsvæðis fyrir teymið, en ellefu manns mynda neyðarteymið sem samanstendur af fulltrúum frá Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla og fulltrúum Barnaheilla í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Bretlandi. MYNDATEXTI: Safna framlögum - Áætlað er að verkefnið "Bætum framtíð barna" muni kosta 500 milljónir dala en um það bil helmingur upphæðarinnar hefur safnast nú þegar. Barnaheill á Íslandi styrkja neyðarhjálp um 35 milljónir á ári.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar