Ríkisstjórnarfundur

Sverrir Vilhelmsson

Ríkisstjórnarfundur

Kaupa Í körfu

KVÖRÐUN um aflamark á næsta fiskveiðiári verður tekin fyrir miðjan júlí. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun að alltaf hefði verið miðað við þau tímamörk og ekkert hefði breyst í því efni. Ákvörðunin yrði tekin í fullu samstarfi við ríkisstjórnina og spurður hvort ágreiningur væri innan ríkisstjórnarinnar um tillögur Hafrannsóknastofnunar sagði hann: "Það er enginn ágreiningur. Við erum einfaldlega að ræða málin." MYNDATEXTI: Að loknum ríkisstjórnarfundi - Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerir fréttamönnum grein fyrir stöðu mála í sambandi við ákvörðun um aflamark á næsta fiskveiðiári eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar