Breiðablik - ÍA

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Breiðablik - ÍA

Kaupa Í körfu

Hvernig getur sending sem er "með ólíkindum léleg" orðið að einu glæsilegasta marki sem skorað hefur verið í íslenskri knattspyrnu í háa herrans tíð? Bjarni Guðjónsson "kingsaði" á boltanum í leik Skagamanna og Keflvíkinga í vikunni, þegar hann hugðist skila honum til andstæðinganna sem spyrnt höfðu honum úr leik svo unnt væri að huga að Skagamanni sem lá á vellinum. Eins og alþjóð veit sveif tuðran í fallegum boga yfir bjargarlausan markvörð Keflvíkinga. Þvílíkt mark. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði það unnið til verðlauna. MYNDATEXTI: Umdeildur - Skagamaðurinn Bjarni Guðjónsson hleypti illu blóði í Keflvíkinga með marki sínu í vikunni. Er ekki best að endurtaka leikinn?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar