Ragnar Jónsson

Friðrik Tryggvason

Ragnar Jónsson

Kaupa Í körfu

Þetta er okkar land, við viljum nýta það innan allra skynsamlegra marka," segja hjónin Ásdís E. Sigurjónsdóttir og Ragnar Jónsson, ábúendur á Dalshöfða í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu. Skipulagsstofnun úrskurðaði nýlega að fyrirhuguð 2,5 megavatta virkjun í landi Dalshöfða skuli óháð mati á umhverfisáhrifum. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd hafa skotið ákvörðuninni til umhverfisráðuneytisins og beina þeim tilmælum til ráðherra að ómerkja ákvörðun stofnunarinnar. MYNDATEXTI: Gljúfur - Áin grefur sig hratt niður og breytist í sífellu. Fossarnir eru tignarlegir á að líta. Lítið sem ekkert bergvatn rennur út í Hverfisfljótið svo rennsli í fossunum getur sveiflast mjög mikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar