Kristín Gísladóttir

Brynjar Gauti

Kristín Gísladóttir

Kaupa Í körfu

KRISTÍN Gísladóttir kláraði fyrir skemmstu meistaranám í forvörslu við Sorbonne-háskólann í París, fyrst Íslendinga. Hún lauk námi af málverkabraut og mun í starfi sínu m.a. sauma saman rifur í málverkum undir smásjá og notast við röntgengeisla, innrautt og útfjólublátt ljós til að sjá í gegnum myndir og hvort skrúfur eða aðrir hlutir eru inni í við rammans. Með röntgengeislum er t.d. hægt að sjá hvort annað málverk leynist undir sem málað hefur verið yfir og með innrauðu ljósi er hægt að sjá undirliggjandi teikningar. MYNDATEXTI Forvarsla Í lokaverkefninu rannsakaði Kristín óþekkt, brúnt efni á gömlum málverkum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar