Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

"Hér er búið að veiða 71 lax og öll svæði að gefa," sagði Arnþór Stefánsson matsveinn í Selá í Vopnafirði í gær, en það er helst að góðar laxveiðifréttir berist frá ánum eystra. Og þar er gott vatn í ánum. "Það er búið að vera skýjað meinleysisveður, hálfgert "ekki veður", sagði Arnþór og bætti við að þar síðasta holl, sem var skipað veiðimönnum sem þekkja Selá vel, hafi veitt 25 laxa. Mest er þetta fiskur sem hefur verið tvö ár í sjó, fimm til átta kíló, en inn á milli eru farnir að sjást smálaxar í örlaxaflokki, niður í þrjú pund, eins og síðustu ár. MYNDATEXTI Eftirsóttur Gísli Georgsson og Pétur Pétursson sleppa lúsugum 89 cm löngum laxi í Vatnsdalsá um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar