Mósaík

Friðrik Tryggvason

Mósaík

Kaupa Í körfu

Hún á hundrað skjaldbökur og skellti sér til Barcelona með vinkonu sinni til að læra mósaíkgerð og fór óvænt á tónleika með Rolling Stones í leiðinni. Kristín Heiða Kristinsdóttir forvitnaðist um málið. Við Gunnhildur hittum íslenskar mæðgur á hótelinu sem við vorum á úti í Barcelona og þær skelltu sér óvænt með okkur á námskeiðið sem var fámennt og gott. Þetta voru aðeins við fjórar frá Íslandi og svo ein spænsk kona," segir Sigrún Jóhannsdóttir sem er nýlega komin heim eftir að hafa verið á fimm daga mósaíknámskeiði í Barcelona ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Gunnhildi Pálsdóttur. "Við erum báðar kennarar í Engidalsskóla í Hafnarfirði, Gunnhildur er myndmenntakennari en ég kenni textílmennt, þannig að við munum nýta í kennslu þetta sem við lærðum þarna úti. Við leituðum á Netinu að mósaíknámskeiði og fundum hann Martin Brown sem var með þetta frábæra námskeið í Barcelona og við ákváðum að skella okkur og sjáum ekki eftir því. Það var rosalega gaman að vera hjá honum. Hann býr mjög miðsvæðis og það tók okkur ekki nema tíu mínútur að ganga til hans frá hótelinu þar sem við bjuggum. Svo fórum við í safnaskoðun og það er náttúrlega nóg að skoða þegar kemur að mósaíki í Barcelona. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur enda höfðum við ekki séð Gaudi-garðinn áður eða önnur mósaíkundur sem þarna er að finna. Martin var að opna sýningu á mósaíkborðum sem hann hafði gert og hann bauð okkur í opnunina og það var mjög skemmtilegt. Hann er mjög flinkur og gerir líka myndir og spegla jafnframt því að hanna íbúðir og baðherbergi fyrir fólk." MYNDATEXTI Andlit verður til Gunnhildur vandar sig við verkið sitt sem krefst þolinmæði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar