Fundur hjá FÍA

Brynjar Gauti

Fundur hjá FÍA

Kaupa Í körfu

FUNDUR Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) samþykkti í gærkvöldi að sættast á samning sem Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður FÍA, og Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, handsöluðu skömmu fyrir fundinn. Fyrir liggur viljayfirlýsing frá Icelandair um að draga til baka uppsagnir ellefu flugmanna. Um hundrað manns mættu á fundinn sem haldinn var á Grand hótel. Fyrirfram var reiknað með hitafundi enda flugmenn almennt afar ósáttir við uppsagnir á meðan dótturfélag Icelandair ræður til sín erlenda flugmenn vegna verkefna erlendis. Er það talið brjóta í bága við ákvæði í kjarasamningum flugmanna Icelandair um forgang á verkefnum. Icelandair virðist hins vegar hafa náð fram nokkurri sátt með útspili sínu. "Fundargestir voru þokkalega sáttir með það svona sem millileik," sagði Jóhannes eftir fundinn en útspil fyrirtækisins snýr m.a. að því að sest verður að samningaborði og ágreiningurinn ræddur. "Þessar viðræður eru með það að markmiði að skapa áframhaldandi sókn í erlendri leiguflugsstarfsemi Icelandair með flugmönnum Icelandair." MYNDATEXTI Sættir Fundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna var vel sóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar