Hljómsveitin Trassar

Sverrir Vilhelmsson

Hljómsveitin Trassar

Kaupa Í körfu

ÞEIR sem voru tíðir gestir á Músíktilraunum árin '89 – '91 muna efalítið eftir Trössunum frá Eiðaskóla. Trassar kepptu þrisvar sinnum og þrátt fyrir að hafa ekki náð fyrsta sætinu fór sveitin ávallt í úrslit og á síðustu tilraununum hafnaði hún í öðru sæti (á eftir Infusoria/Sororicide). Tónlist sveitarinnar, einskonar "thrash"-rokk, átti þá eftir að reynast mjög áhrifaríkt á heimaslóðum sveitarinnar og í mörg ár á eftir sóttu lærisveinar hennar að austan í Tilraunirnar og léku "trassarokk" eins og það var nefnt. MYNDATEXTI Trassar Hljómsveitin keppti þrisvar sinnum í Músíktilraunum á sínum tíma og þrátt fyrir að hafa ekki náð fyrsta sætinu fór sveitin ávallt í úrslit og á síðustu tilraununum hafnaði hún í öðru sæti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar