Safnið

Sverrir Vilhelmsson

Safnið

Kaupa Í körfu

SÖFN eru margskonar, náttúrufræðisöfn, mannfræðisöfn, sögusöfn, eldfjallasöfn, bókasöfn, söfn sem varðveita muni úr lífi sögufrægra einstaklinga, listasöfn, söfn einstaklinga og svo mætti áfram telja. Á okkar tímum hafa listamenn gjarnan velt fyrir sér innri byggingu og eiginleikum safna, leikið sér með staðsetningu, helgi og merkingu listmuna innan og utan ramma safnsins. Duchamp var ef til vill fyrstur til þess að benda á helgi listasafnins með því að staðsetja klósettskál innan veggja þess og skilgreina hlutinn þannig sem listaverk. Belgíski listamaðurinn Marcel Broodthaers hefur verið mörgum eftirförum innblástur hvað varðar listræna vinnu með hugtakið safn, list hans var einstök blanda af nítjándu aldar rómantík og 20. aldar spurningum um eðli listarinnar og listaverka. Andi listar hans gengur meðal annars aftur í list Unnars Arnar J. Auðarsonar sem nú sýnir í Safni við Laugaveg. MYNDATEXTI Vistfræði listarinnar Af sýningu sem nú er í Safni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar