Stofnun sjóðs

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Stofnun sjóðs

Kaupa Í körfu

SJÓNVERND og blinduvarnir á Íslandi, nefnist nýr sjóður sem Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar hefur stofnað. Stofnframlagið eru 25 milljónir króna og tilgangurinn með stofnun sjóðsins er tvíþættur. Annars vegar að efla tækjakost til augnlækninga og hins vegar að styrkja forvarnarstarf gegn blindu á Íslandi. Stjórn hins nýja sjóðs skipa þeir Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri Samvinnutrygginga, Einar Stefánsson yfirlæknir augndeildar og Helgi S. Guðmundsson stjórnarmaður í Samvinnutryggingum. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar