Frjókoma

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Frjókoma

Kaupa Í körfu

Þær Stella Leifsdóttir og Aurelija Mockuviené úr búðinni Belladonnu skemmtu sér vel í góða veðrinu í gær þó líkast væri að þær stæðu í miðri snjókomu. Það er þó fullsnemmt fyrir fönnina en hins vegar er dreifing asparfræja í hámarki. Ekki spillti að ákjósanlegar aðstæður til dreifingar voru fyrir hendi í gær; þurrkur og gola. Sjálf asparfræin eru örlítil, u.þ.b. 1-2 millimetrar, en það sem mannsaugað greinir er fræullin sem kemur úr blómi aspanna og umvefur kornin og gerir þeim kleift að dreifa sér. Lendi fræið í rökum jarðvegi getur það spírað. Það er vert að taka fram að fræin, sem ættu að ljúka dreifingu sinni eftir um tvær vikur, valda ekki ofnæmi, en margir rugla hnoðrunum, sem svífa nú um loftin, saman við frjókorn. Frjókorn er hins vegar ekki hægt að sjá með berum augum en þau eru aðeins um 0,03 millimetrar að stærð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar