Ísland - Serbía 42-40

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ísland - Serbía 42-40

Kaupa Í körfu

SÚ var tíðin að Metaloplastica Sabac frá gömlu Júgóslavíu bar ægishjálm yfir önnur félagslið í Evrópu. Liðið var gífurlega sterkt á níunda áratug síðustu aldar og hafði oft á að skipa kjarnanum úr hinu öfluga landsliði Júgóslava. Metaloplastica spilaði m.a. hér á landi og vann fjölda titla á sínum tíma, varð t.d. Evrópumeistari 1985 og 1986, og komst síðast í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða árið 1988. MYNDATEXTI Serbar Heldur hefur hallað undan fæti í serbneskum handknattleik undanfarin ártug eða svo, jafnt hjá landsliðinu sem félagsliðum. Hér eru tveir landsliðsmenn Serba í glímu við íslenska landsliðsmenn í Laugardalshöll í síðasta mánuði. Þá tókst Serbum reyndar vel til og voru nærri því að hafa betur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar