Umferð út úr bænum á Suðurlansvegi
Kaupa Í körfu
MIKILL fjöldi fólks lagði leið sína út úr höfuðborginni síðdegis í gær en að sögn lögreglu gekk umferðin mjög vel. Eftirlit var bæði með Suðurlands- og Vesturlandsvegi og þrátt fyrir þunga umferð virtust ferðalangarnir vera vel með á nótunum því lítið hafði verið tilkynnt um hraðakstur og önnur umferðarlagabrot. Einnig gengu raðirnar hratt fyrir sig og var engin teljandi töf við Hvalfjarðargöngin. Lögreglan taldi fólk vera nokkuð afslappað, enda á leið í frí. Þó sé stundum nokkur spenna í fólki; það setji sig í spennugír þegar það ætli að drífa sig í fríið en í gær þóttu ökumenn nokkuð afslappaðir. Sömu söguna var ekki að segja frá Blönduósi, en um áttaleytið í gærkvöldi höfðu 20 bílstjórar verið sektaðir fyrir of hraðan akstur en þeir keyrðu á 105-120 km hraða. Svo virðist sem hækkun hraðasekta nýlega hafi lítið haft að segja.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir