Ásgeir Egilsson og Sara Sofía

Brynjar Gauti

Ásgeir Egilsson og Sara Sofía

Kaupa Í körfu

Mun minna er um það en áður að atvinnuleyfi séu gefin út til íbúa ríkja utan EES-svæðisins og það hefur haft þær afleiðingar að erfitt er fyrir slíkar fjölskyldur að koma ættingjum sínum til landsins, því leiðin til þess var gjarnan að útvega þeim vinnu hér á landi. Á þeim forsendum kom Sara Sofía Roacampo fyrst til Íslands frá Kólumbíu í apríl árið 1999, en náinn ættingi útvegaði henni vinnu hér á landi og nú er hún komin með íslenskan ríkisborgararétt. Hún hefur ásamt sambýlismanni sínum Ásgeiri Egilssyni reynt að hjálpa yngri bróður sínum, Carlos Julio, til landsins með sömu aðferð, en það hefur ekki gengið upp. Það virðist vera fyrst og fremst vegna breyttrar stöðu á vinnumarkaðnum eftir að forgangur starfsfólks frá hinum nýju aðildarríkjum EES var lögfestur hér á landi, en sú breyting varð meðan á umsóknarferlinu stóð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar