Innlit Margrét Pálsdóttir og Arnar Guðnason

Brynjar Gauti

Innlit Margrét Pálsdóttir og Arnar Guðnason

Kaupa Í körfu

Þrátt fyrir ungan aldur hafa Arnar Guðnason og Margrét Pálsdóttir komið sér upp fallegu heimili. Guðrún Hulda Pálsdóttir heimsótti fjölskylduna í Grafarvogi. Þegar Arnar og Margrét komust að því, fyrir fjórum árum, að þau ættu von á barni ákváðu þau að leggja í íbúðarkaup. "Við bjuggum bæði heima hjá foreldrum okkar, ég 18 ára og Margrét 17 ára. Foreldrar okkar beggja buðu okkur að búa hjá sér en okkur fannst ekki koma annað til greina en að kaupa íbúð," segir Arnar. Margrét nam myndlist við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og Arnar var í rafiðnaðarnámi í sama skóla og því höfðu þau ekki mikið fé á milli handanna. "Við seldum bílana okkar, sem voru báðir nýlegir, og þannig fengum við einhvern pening. Svo eigum við bæði góða að. Fjölskyldur okkar hjálpuðu okkur, gáfu okkur hluta úr innbúi og þvíumlíkt," segir Margrét.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar