Útlendingar í hellulögnum

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Útlendingar í hellulögnum

Kaupa Í körfu

Á VEGUM Gatnamálastofu fer nú fram viðhald og nýsmíði umferðarmannvirkja í íbúðahverfum og er verktakafyrirtækið Íslandsgarður meðal þeirra sem taka að sér m.a. hellulagnir vegna hraðahindrana. Hjá fyrirtækinu starfar hópur Slóvaka sem undanfarið hafa verið að ljúka við hellulögn í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Segja má að mannvirkið sé handsmíðað og segir Robert Lipsak, einn verkamannanna, að fjóra daga taki að ljúka við hraðahindrun af þessari gerð. Hann hefur verið í vinnu hérlendis frá því í mars og vann einnig við hellulögn í fyrrasumar. Hann segir þá vinnufélaga ekki langskólamenntaða á sviði hellugerðarlistar heldur eru hér á ferð lagnir handverksmenn sem taka sér margt fyrir hendur eftir þörfum MYNDATEXTI Slyngir fagmenn Hópur Slóvaka vinnur að hellulögn á vegum Gatnamálastofu. Yfirleitt tekur fjóra daga að ljúka við hverja hraðahindrun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar