Skemmtibátar fá betri þjónustu í höfninni

Gunnlaugur Árnason

Skemmtibátar fá betri þjónustu í höfninni

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Stykkishólmshöfn þykir afar falleg. Hingað til hefur hún þjónað fyrst og fremst fiskiskipum. Nú er að verða mikil breyting á. Skelveiðar hafa verið bannaðar í fjögur ár en áður var landað árlega um 8.500 tonnum. Með boðuðum skerðingum í þorskveiðum verður enn minni löndun afla í Stykkishólmi. Aftur á móti hefur orðið vart við aukinn áhuga hjá eigendum skemmtibáta á höfuðborgarsvæðinu að koma með báta sína og hafa aðstöðu í Stykkishólmshöfn. MYNDATEXTI Flotbryggju komið fyrir Flutningaskipið Axel sem er í eigu Dreggjar á Akureyri flutti flotbryggjurnar frá Póllandi til Stykkishólms.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar