Kettir
Kaupa Í körfu
Þeir eru loðnir, mjúkir, krúttlegir og ótrúlega notalegir. Ekki þó með öllu gallalausir og þegar íbúðin fer að kenna óþyrmilega á umgengni ferfætta fjölskyldumeðlimsins geta góð ráð verið dýr. Hvað á til dæmis að taka til bragðs þegar kisi tekur ástfóstri við sjálft stofustássið, leðursófann og umlykur klóm sínum í hann hvenær sem færi gefst? Eða þegar heimilisfólkið er orðið úrvinda eftir næturbröltið og vælið í kauða? Sumir fá heldur aldrei frið við matarborðið því kötturinn kann hvergi betur við sig en uppi á borði innan um krásir mannfólksins. Steininn tekur þó úr þegar sá stutti tekur upp á því að míga í öllum hornum, þrátt fyrir áralangt hreinlæti á því sviði. Björn Styrmir Árnason hjá Dýralæknastofunni í Garðabæ er hundaatferlisfræðingur og segist sem slíkur ekki vera neinn sérfræðingur í kisulórum. Hins vegar hefur hann lært eitt og annað um eðli katta í gegnum starf sitt og af áhuga. Hann á enda ýmis ráð uppi í erminni varðandi ofangreind vandamál.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir