Kettir
Kaupa Í körfu
Þeir eru loðnir, mjúkir, krúttlegir og ótrúlega notalegir. Ekki þó með öllu gallalausir og þegar íbúðin fer að kenna óþyrmilega á umgengni ferfætta fjölskyldumeðlimsins geta góð ráð verið dýr. Hvað á til dæmis að taka til bragðs þegar kisi tekur ástfóstri við sjálft stofustássið, leðursófann og umlykur klóm sínum í hann hvenær sem færi gefst? Eða þegar heimilisfólkið er orðið úrvinda eftir næturbröltið og vælið í kauða? Sumir fá heldur aldrei frið við matarborðið því kötturinn kann hvergi betur við sig en uppi á borði innan um krásir mannfólksins. Steininn tekur þó úr þegar sá stutti tekur upp á því að míga í öllum hornum, þrátt fyrir áralangt hreinlæti á því sviði. Björn Styrmir Árnason hjá Dýralæknastofunni í Garðabæ er hundaatferlisfræðingur og segist sem slíkur ekki vera neinn sérfræðingur í kisulórum. Hins vegar hefur hann lært eitt og annað um eðli katta í gegnum starf sitt og af áhuga. Hann á enda ýmis ráð uppi í erminni varðandi ofangreind vandamál. MYNDATEXTI Kattavinur Björn Styrmir Árnason, segir auðvelt að temja ketti. Hér er hann ásamt heimilisköttum sínum Zorro (t.v.) og Kobba.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir