Maður á klósetti í Austurstræti
Kaupa Í körfu
ÞAÐ URÐU eflaust margir furðu lostnir í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn þegar þeir löbbuðu fram á Ingimar Oddsson jakkafataklæddan sitjandi á klósettinu við klukkuna á Lækjartorgi. Gjörninginn framkvæmdi Ingimar í tilefni af útgáfu bókar sinnar Salernissögur fyrir lengra komna og til að minna á þá hollu og mannbætandi iðju að lesa sér til hægðarauka inni á klósetti. Bókin kom í búðir á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn hinn þrettánda og er það gott tilefni til að hvetja fólk til að njóta einverunnar með góða bók og seytlandi nið vatnskassans í bakgrunni. Þetta umhverfislistaverk sem um ræðir verður væntanlega eitthvað á ferðinni næstu daga um höfuðborgina svo klósettferðum Ingimars á almannafæri er ekki lokið. MYNDATEXTI Ró og friður Ingimar var djúpt sokkinn í lesturinn og lét vegfarendur ekki trufla friðinn á klósettinu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir