Minnisvarði um Bríeti

Sverrir Vilhelmsson

Minnisvarði um Bríeti

Kaupa Í körfu

UNDIRBÚNINGUR er nú hafinn að uppsetningu minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu á horni Amtmannsstígs og Ingólfsstrætis. Þar er nú verið að snyrta og rýma til fyrir minnisvarðanum og hafa meðal annars nokkur gömul tré verið söguð niður. Að sögn Arnar Sigurðssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Reykjavíkurborgar, þótti tilvalið að fegra reitinn af þessu tilefni og voru því m.a. trén tekin til að minnismerkið fengi betur notið sín. MYNDATEXTI Prýði Sumir vilja meina að trén í Reykjavík myndi stærsta skóg á Íslandi. Mörgum þykir sárt að sjá gróin tré felld, en aðrir vilja hreinsa upp órækt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar